Sjómannadagurinn og sjálftar

Ætlaði nú að blogga í gær... þ.e. fyrir nokkrum mínutum en þar var bara svo skemmtilegt í heimsóknum í kvöld að ég kom mér ekki heim fyrr til að skrifa þessi fáu orð.

Óska sjómönnum landsins og Frosta Rey til hamingju með gærdaginn! Fór að venju í heimsókn til ömmu á Hrafnistu. rétt náði í lokin á predikun hjá Hr. Karli Sigurbjörnssyni. Við Veiga frænka fórum með ömmu í sjómannadagskaffið. Það klikkar nú ekki fremur en fyrri daginn. Kíktum svo á handavinnusýninguna og söluna.

Á laugardaginn heimsótti ég fjölskylduskemmtunina "Bryggjudagur" í Kópavoginum. Þar var boðið upp á fjölbreytni í mat og listum. Kíkti á Mireyu Samper og skoðaði list hennar (fékk smá hugmynd fyrir Bryggjuhátíðina heima Wink), smakkaði fiskisúpu Úlfars Eysteinssonar, lét lesa í gæfuspilin mín (Trustfulness, gladness, flexibility), skoðaði fallega glerlist, sá loksins töskurnar hennar Gígíar og kortin, sá fallega hönnun úr íslenskri ull gerða af Laufey, kíkti á Tobbu og co á vinnustofu þeirra að Hafnarbraut 11, og fékk að lokum gott kaffi hjá Maríu Birgis. Takk fyrir mig íbúar á Bakkabraut.

Af sjálftanum er það að segja að ég er að jafna mig á þessum ósköpum. Þó svo að ég hafi ekki verið í útibúi deildar minnar á Selfossi þegar að skjálftinn varð þá var ég það tveimur tímum fyrr. Ég hugsa með hryllingi til þess ef skjálftinn hefði komið á þeim tíma. var alveg rosalega andlega og líkamlega þreytt í gær og var því gott að taka eina slökunar helgi. Ég held að ég sé búin að jafna mig núna.

 


Ríkari í dag en í gær

Frændgarðurinn stækkaði í dag. Freyja Líf Farley kom í heiminn í London í dag. Til hamingju Anna Heiða, Darren, Jón Anton og Róbert William. Yndislega gaman að fá sms með tíðindunum um hádegið. Ég hlakka mikið til að sjá þau í maí.

Annars þá langar mig til að minna á ráðstefnu sem að LFK haldur á Hverfisgötu 33 um Evrópumál á laugardaginn kl. 10-15. Nánar um ráðstefnuna hér:Get því miður ekki mætt þar sem að ég verð á annarri löppinni frá og með morgundeginum í um 2 vikur. Þrusu stuð.


Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar

Sá í dag að búið væri að úthluta styrkjum til ferðaþjónustu vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar. Meðal þeirra sem fengu styrk voru Félag áhugafólks um stofnun Grásleppu- og nytjaseturs Stranda á Drangsnesi til eflingar ferðaþjónustu á Drangsnesi. Alls fékk verkefnið tvær milljónir. Til hamingju með þetta. Þessir peningar verða vel nýttir. Einnig fékk Valgeir Benediktsson í Árnesi styrk vegna Minja og handverkshússins Kört. Hvet allla sem eiga leið norður í Árneshrepp að kíkja á það safn. Þar er margt fallegra muna og handverks.

Brandari dagsins...

... hlýtur að vera fjársöfnunarauglýsingin sem birtist í dagblöðum dagsins.


Fyrir Dóra frænda, Frosta og alla hina

Frökenin hefur ekki verið í bloggstuði þennan veturinn. Það er staðreynd. Það hefur nú samt nóg verið um að vera sem að ég hefði getað bloggað um. T.d. það að ég hef áhyggjur af ásýnd miðborgarinnar. Ræddi við aldna menn í dag um málið. Þeim fannst alveg ótrúlegt að ekki mætti rífa hús fyrr en að búið væri að teikna ný í þeirra stað. Því er ég sammála. Ég held að stjórnendur borgarinnar þurfi nú að gera almennilegt skipulag og ákveða í hvaða átt þeir vilji að miðborgin stefni í - þ.e. eftirsóknarverður staður til að búa á eða greni hér og þar. Persónulega myndi ég vilja sjá lifandi miðborg með fallegum byggingum - samt ekki of háum

Fór á leikritið Ivanoff um daginn. Mikið rosalega var það gaman það var góður endir á annars stórskemmtilegri helgi sem hófst á afmælistónleikum Sálarinnar og árshátíð.

Nóg hefur verið að gera í vinnunn - líka í félagslífinu. Annars eru fermingar, aðalfundir, árshátíð, fulltrúaráðsfundir og fleira á dagskránni.  - Manni leiðist allavega ekki á meðan.

Fór norður á páskahelginni. Alltaf ljúft að vera "heima" þó svo að foreldrarnir hafi ekki verið í húsinu. Ég slakaði allavega vel á. Bróðurdóttirin átti spuringu ferðarinnar "Svava, áttu mann?" Ég sagði nei og spurði tilbaka. Jú, hún átti mann - Hann heitir Halldór, pabbi minn!. Þannig að nú get ég svarað þessu með Já!. Ég á mann, hann pabba minn ;-) Lífið er yndislegt!

 


Hlaupársdagur

Jú, það er víst hægt að biðja sér mann í dag og þótt hann neiti þá fær maður víst gjöf. Ákvað að biðja ekki manns í dag. Sorry folks! Ekkert brúðkaup í ár hjá mér.

Annars er allt gott að frétta af Sveifinni. Nema hvað ég er ekki að halda nýársheitin. Frökenin er orðin formaður starfsmannafélagsins og hefur boðið sig fram í varalandsforseta LC næsta ár sem þýðir að ég verð landsforseti að ári. En mér finnst þetta gaman :-)


Konur og ráðhúsið

Alþjóðadagur Ladies Circle var í gær 11. febrúar. Að þessu sinni vorum við boðnar í Ráðhúsið. Þar tók Hanna Birna Kristjánsdóttir á móti okkur. Létt var yfir Hönnu Birnu og lék hún sér með orðin Vinátta og hjálpsemi - sagði hana stundum skorta í húsinu. Við skoðuðum borgarstjórnarsalinn. Var gaman að máta púltið. Wink

 


† Fyrir góðan vin og fjölskyldu hans

Kæru vinir og aðrir er lesa þetta blogg!

Í gær lést góður samferðamaður Gunnar Ingi Ingimundarson eftir tveggja ára baráttu við illvígan sjúkdóm.  Ég minnist góðvildar hans og skemmtilegs hláturs. Nú fáum við þess ekki notið lengur.

Síðustu tvö ár hafa verið fjölskyldu Gunnars Inga erfið fjárhagslega en hvorugt þeirra hjóna hefur getað unnið og aflað tekna til framfærslu fjölskyldunnar.  Því vil ég minna á söfnunarreikning til styrktar fjölskyldunni.

Reikningurinn er:  1190-05-004754 kt. 530206-1730.

Vinsamlegast athugið að millifært verður af þessum reikningi yfir á reikning fjölskyldunnar. Framlög hvers og eins munu því ekki verða gerð opinber fjölskyldunni.

Blessuð sé minning Gunnars Inga

Megi Guð styrkja og vera með fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.

  

Stærðir fyrir Verzló stelpur

"Hér eru litlu stærðirnar fyrir Verzló stelpurnar. Stóru stærðirnar eru í Smáralind". Þetta var svarið sem að ég fékk í einni búðinni í Kringlunni í dag. Sem sagt við sem ekki erum í stærðum undir 12/14 eigum að fara í Smáralind og versla þar. Þar eru stóru stærðirnar.

Nú er úti veður vont

Það hafa dunið vindhviðurnar á gluggunum í efri byggðum Reykjavíkur þetta kvöldið. Komu meira að segja eldingar um kl. 21. Manni líður nú ekkert alltof vel í svona veðurofsa en lætur sig hafa það. Afþreying helgarinnar verður ný stjórnunarbók og letiefni á dvd. þannig að það væsir ekki um mig.

Er núna gjörsamlega með þetta lag hér á heilanum þ.e Love of my life með Queen Getið kíkt her: http://youtube.com/watch?v=QtqADo-D3mQ

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband