Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Til vina minna

Hef um langa hríð langað til að setja nokkrar línur á vefinn um málefni sem hafa verið mikið til umræðu en sökum þess hve tengd ég hef verðið því sem ég hef ætlað að skrifa um hef ég látið af þeirri löngun. Nú aftur á móti kom ósk um að ég skrifaði. Óskin kom frá karlmönnum og ætla ég því að skrifa nokkur orð um karlmenn.

Strákar! Þið eruð æðislegir. Komið mér oft á óvart, hafið glatt mig, reitt mig til reiði, veitt mér aðstoð og skemmt mér. Takk fyrir að vera til.


† Fyrir góðan vin og fjölskyldu hans

Kæru vinir og aðrir er lesa þetta blogg!

Í gær lést góður samferðamaður Gunnar Ingi Ingimundarson eftir tveggja ára baráttu við illvígan sjúkdóm.  Ég minnist góðvildar hans og skemmtilegs hláturs. Nú fáum við þess ekki notið lengur.

Síðustu tvö ár hafa verið fjölskyldu Gunnars Inga erfið fjárhagslega en hvorugt þeirra hjóna hefur getað unnið og aflað tekna til framfærslu fjölskyldunnar.  Því vil ég minna á söfnunarreikning til styrktar fjölskyldunni.

Reikningurinn er:  1190-05-004754 kt. 530206-1730.

Vinsamlegast athugið að millifært verður af þessum reikningi yfir á reikning fjölskyldunnar. Framlög hvers og eins munu því ekki verða gerð opinber fjölskyldunni.

Blessuð sé minning Gunnars Inga

Megi Guð styrkja og vera með fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.

  

Við upphaf árs

Árið byrjaði vel hjá fjölskyldunni. Nýjasti stórfjölskyldumeðlimurinn leit dagsins ljós 1.1.2008 kl. 01.05. Jú, jú, fyrsta barn ársins. Til hamingju Sóla, Hreiðar og Ragnar Bjarni.  Hef að vísu ekki farið og kíkt á prinsessuna. Kíki væntanlega á hana í vikunni. Sendi líka hamingjuóskir til InLove Bryndísar og PEO með Þingvallaferðina. Fyrst að maður er byrjaður á hamingjuóskum þá fá Dagný og Atli einnig innilegar kveðjur og óskir um að dóttirin dafni vel - á nú ekki von á öðruWink.  Að lokum þá fá foreldrar mínir kveðjur og innilegar hamingjuóskir með nýja bátinn - Sigurey - sem er að sigla til heimahafnar á Drangsnesi nú í kvöld.

Annars þá er lífið að komast í fastar skorður eftir hátíðirnar. Nú er það ræktin á morgnanna. Við Elsa ætlum að vera duglegar að mæta til Sigurbjargar þá daga sem við mætum ekki til Hemma þjálfara. Svo var ég að skrá mig í magadans - það verður nú stuð. Búin að langa til þess lengi.

Félagsmálin verða náttúrulega fyrirferðamikil fram á vor. Ég hef þó minnkað við mig í þeim efnum. Lét af formennsku í FUF-DS í október og er nú varamaður í Hverfisráði Árbæjar frá og með áramótum en var áður aðalmaður. Nú er ég einungis formaður í starfsmannafélaginu, formaður í LC-4 og Vefstjóri LCÍ. Ég er nú einu sinni í þessu af því að mér þykir það gaman.

 


Heima er best!

Búin að vera í 10 daga fríi. Mér var treyst fyrir prinsessunni í fjölskyldunni þar sem að foreldarnir voru á kórferðalagi með Kvennakórnum Norðurljósum frá Hólmavík í Edinborg og síðan fóru þau að mennta sig í Reykjavík og á Akureyri. Fyrstu daganna vorum við hér í bænum enda var mæting á miðstjórnarfund Framsóknar sl. sunnudag. Fundurinn var mjög góður og gaman að sjá félaganna. Eftir fundinn fórum við svo norður á Drangsnes enda best að vera þar og svo er prinsessan í leikskóla.

Af sjálfsögðu var yndislegt að vera heima á Drangsnesi. Veðrið hvergi betra. Fórum við í sund, til Hólmavíkur, kíktum í heimsókn til afa á Hrófbergi, skoðuðum hestana og mýs. Sem sagt dúndurstuð.

Nóg að gera í Fiskvinnslunni Drangi og smábátarnir að fiska vel.

Ferðaþjónustan hjá Völku og Bjössa fer stækkandi. Nú eru þau að útbúa stærðarinnar kaffihús. Það vantar ekki drifkarftinn á þeim bænum.

Í gær voru Agnes Sif, Inga og Valgerður fermdar í kapellunni. Mikil hátíð í þorpinu af því tilefni.

Nú er það vinnann sem tekur völdin á morgun. Hlakka til enda nóg að gera í litlu fyrirtæki LoL


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband