Færsluflokkur: Dægurmál

Sjómannadagurinn og sjálftar

Ætlaði nú að blogga í gær... þ.e. fyrir nokkrum mínutum en þar var bara svo skemmtilegt í heimsóknum í kvöld að ég kom mér ekki heim fyrr til að skrifa þessi fáu orð.

Óska sjómönnum landsins og Frosta Rey til hamingju með gærdaginn! Fór að venju í heimsókn til ömmu á Hrafnistu. rétt náði í lokin á predikun hjá Hr. Karli Sigurbjörnssyni. Við Veiga frænka fórum með ömmu í sjómannadagskaffið. Það klikkar nú ekki fremur en fyrri daginn. Kíktum svo á handavinnusýninguna og söluna.

Á laugardaginn heimsótti ég fjölskylduskemmtunina "Bryggjudagur" í Kópavoginum. Þar var boðið upp á fjölbreytni í mat og listum. Kíkti á Mireyu Samper og skoðaði list hennar (fékk smá hugmynd fyrir Bryggjuhátíðina heima Wink), smakkaði fiskisúpu Úlfars Eysteinssonar, lét lesa í gæfuspilin mín (Trustfulness, gladness, flexibility), skoðaði fallega glerlist, sá loksins töskurnar hennar Gígíar og kortin, sá fallega hönnun úr íslenskri ull gerða af Laufey, kíkti á Tobbu og co á vinnustofu þeirra að Hafnarbraut 11, og fékk að lokum gott kaffi hjá Maríu Birgis. Takk fyrir mig íbúar á Bakkabraut.

Af sjálftanum er það að segja að ég er að jafna mig á þessum ósköpum. Þó svo að ég hafi ekki verið í útibúi deildar minnar á Selfossi þegar að skjálftinn varð þá var ég það tveimur tímum fyrr. Ég hugsa með hryllingi til þess ef skjálftinn hefði komið á þeim tíma. var alveg rosalega andlega og líkamlega þreytt í gær og var því gott að taka eina slökunar helgi. Ég held að ég sé búin að jafna mig núna.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband