Félagsstörf

Félagsstörf hafa átt mikið af mínum frítíma sl. ár og hef ég haf mikið gaman af. Hef kynnst frábæru fólki í íþróttahreyfingunni, pólitíkinni, verkalýðshreyfingunni, stúlkum í LC og svo náttúrulega í starfsmannafélögum þar í þeim fyrirtækjum sem að ég hef unnið. Öll þessi störf hef ég gert með glöðu geði og í sjálfboðavinnu. Enn eitt tækifærið til að láta gott af mér leiða fékk ég svo í síðustu viku og ákvað að taka því. Er nú fulltrúi meirihlutans í menningar - og ferðamálaráði í Starfshóp um fjölmenningardag 2009. Skemmtilegt verkefni. Man eins og gerst hafi í gær þegar að ég fór með Halldóri Ásgrímssyni vestur á Flateyri á fyrsta fjölþjóðahátíðina sem haldin var þar í íþróttahúsinu. Mikil og fróðleg skemmtun.

Annars er ég nýkomin heim frá alheimsráðstefnu (AGM) Ladies Circle International í Aberdeen, Skotlandi. Þessar ráðstefnur eru í senn áhugaverðar, skemmtilegar og oftast vel skipulagðar. Maður fræðist einnig mikið um aðra menningarheima sem er gott og víkkar út sjóndeildarhringinn. Í vetur verður svo miðsvetrarfundurinn í Riga og AGM í Bangalore, Indlandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vei, blogg......Til lukku Svava min, veit ad thu stendur thig vel. Og kemst eg med til Indlands???????????

Guja 22.9.2008 kl. 12:54

2 identicon

En gaman að sjá að frökenin ætlar (vonandi) að taka fram pennann í vetur:) Hlakka til að lesa næstu færslu! Engin pressa samt;)

Unnur Sædís Jónsdóttir 24.9.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband