Færsluflokkur: Bloggar

Er hér enn!

Tölvan mín fékk vírus í sumar og er ekki enn búin að ná sér þótt svo að hún hefi verið sett á pensilín.

Sumarið hefur verið alveg þokkalegt. Að vísu kannski farið mikið framhjá mér þar sem að ég hef eytt miklum tíma mínum í vinnu minni. Vinnan mín er það skemmtileg og krefjandi að það hefur verið gaman

Er komin með nýtt áhugamál - gönguferðir. Ég hef farið Leggjarbrjót, uppá nokkur fjöll hér sunnan heiða og gekk svo loks á Esjuna og það uppá topp. Á morgun fer ég svo með vinnufélögum til Mallorca í viku gönguferð. Mikil spenna.

Ég fór til Tallinn, Eistlandi í lok ágúst á alheimsráðstefnu LC International. Þar voru samankomnar 800 konur frá 30 þjóðlöndum. Var mikið fjör og gaman að kynnast menningu Eistlands.

Læt þetta gott heita í bili!


P & P

Þá er löngunin til að deila með ykkur kæru lesendur því sem ég er að hugsa og  gera þessa daganna.

Pólitíkin
Flokkurinn minn - Er leið yfir því að Jón skuli hafa ákveðið að segja af sér. Þakka Jóni fyrir ánægjuleg kynni. Guðni er þá orðinn formaður - er alveg ágætlega sátt við það. Á miðstjórnarfundi á næstu helgi fáum við sem erum í miðstjórn að kjósa okkur varaformann. Ég vil sjá nýtt andlit í þeim stól. Andlit sem eigi eftir að hjálpa okkur grasrótinni við að byggja upp. Tel að það þurfi alls ekki að vera þingmaður - heldur hæfur einstaklingur til að taka við hlutverkinu. Við eigum nóg af framtíðarfólki í flokknum það er ekki spurning. Aðeins eitt framboð hefur komið fram til varaformanns. Framboð Valgerðar Sverrisdóttur.
Ríkisstjórnin - La, la. Margt kom á óvart við ráðherravalið. Nú er að bíða og sjá. Við framsóknarmenn munum láta rödd okkar hjóma vel og málefnalega á þeim tíma sem að þessi ríkisstjórn mun vera við völd.


Prívatlífið
Sumarfríið er að koma á hreint. Fröken Sigurbjörg er að koma í bæinn í pössun til frænku sinnar. Margt planað á þeim tíma. Nokkrir dagar verða svo teknir í kringum Bryggjuhátíð (21. júlí) og sextugsafmæli föður míns. Alþjóðaráðstefna Ladies Circle í Tallin Eistlandi í endaðan ágúst og svo er það gönguferð á Mallorka í september með fjallhressum vinnufélögum.
Ræktin og vinnan eru á sínum stað - alltaf jafn skemmtileg.


Þið munið hann Jörund

Í kvöld frumsýndi Leikfélag Hólmavíkur leikritið Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason í leikstjórn Skúla Gautasonar. Leikfélagið áætlar nokkrar sýningar m.a. að fara í leikferð til Bolungavíkur. Óska leikfélaginu til hamingju með sýninguna.


Fyrsta bloggið

Ákvað í dag að færa mig af blogspot.com og "koma til Íslands" með bloggið mitt. Á þessum vef ætla ég mér að skrifa um þjóðmál og þó sérstaklega beina sjónum mínum að norðvesturkjördæmi.

Nú eru 49 dagar til alþingiskosninganna þann 12. maí. Það eru því spennandi dagar framundan.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband