Efnahagstillögur Framsóknar

Tillögur Framsóknarflokksins að aðgerðum til að bregðast við fjárhagsvanda íslenskra

heimila og atvinnulífs eru 18 talsins. Þær er að finna hér: http://www.framsokn.is/files/efnahagstillogur_framsoknar.pdf

Hér eru tvær tillagnanna:

  • Vextir verði lækkaðir
Nauðsynlegt er að lækka vexti strax til að forða fjöldagjaldþrotum heimila og fyrirtækjaog koma efnahagskerfinu aftur í gang. Hið háa vaxtastig er nú þegar langt komið með aðþurrka upp lausafé fyrirtækja. Auk þess stefnir það fjölda heimila í greiðsluþrot oghindrar nýsköpun. Til þess að Seðlabankinn geti lækkað vexti hratt þurfa stjórnvöld að kynna AGS kröfustjórnvalda um að bankanum verði heimilað að lækka vexti. Því þurfa að fylgja ítarlegarupplýsingar um samsetningu verðbólgu sem sýna að ástæðulaust sé að óttast áhrif vaxta áverðbólgu við núverandi aðstæður. Við núverandi aðstæður er erfitt fyrir AGS að hafna slíkri beiðni. Verðbólgukúfurinnvegna gengislækkunarinnar síðustu þriggja mánaða ársins 2008 er að mestu genginn yfir.Nú eru ekki lengur sjáanlegir neinir umtalsverðir verðbólguhvatar í kerfinu. GögnSeðlabankans staðfesta þetta. Í raun hefur skapast hætta á verðhjöðnun seinna á árinu.Aðrar þjóðir hafa lækkað vexti allt niður í núll prósent þrátt fyrir að það kunni að valdaþví að raunvextir verði neikvæðir til skamms tíma. Sé það ekki gert hér er íslenskuatvinnulífi og heimilum veruleg hætta búin.

  • Stimpilgjöld afnumin

Stimpilgjöld lána vegna fasteignaviðskipta hafa verið afnumin að hluta til en lagt er til að

þau verði afnumin að fullu. Nauðsynlegt er að koma fasteignamarkaðnum í gang aftur og mun þessi aðgerð stuðla að því.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband