23.4.2009 | 01:00
Efnahagstillögur Framsóknar
heimila og atvinnulífs eru 18 talsins. Þær er að finna hér: http://www.framsokn.is/files/efnahagstillogur_framsoknar.pdf
Hér eru tvær tillagnanna:
- Vextir verði lækkaðir
- Stimpilgjöld afnumin
Stimpilgjöld lána vegna fasteignaviðskipta hafa verið afnumin að hluta til en lagt er til að
þau verði afnumin að fullu. Nauðsynlegt er að koma fasteignamarkaðnum í gang aftur og mun þessi aðgerð stuðla að því.
18.4.2009 | 10:49
Lýðræði fyrir okkur öll
6.4.2009 | 22:53
Á uppleið
Ný könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og RUV sýnir að Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hefur bætt við sig 0,7% fylgi miðað við úrslit kosninganna 2007. Þetta þýðir að Guðmundur Steingrímsson annar maður á lista Framsóknar í kjördæminu er inni á Alþingi. Gunnar Bragi Sveinsson fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins, Guðmundur og Sindri Sigurgeirsson hafa verið duglegir undanfarið ásamt öðrum frambjoðendum að heimsækja byggðir og sveitir í kjördæminu. Á á því von á því að fylgið fari enn hærra.
10.2.2009 | 23:43
Alþjóðadagur Ladies Circle International 11. febrúar
Alþjóðadagur Ladies Circle International er haldinn hátíðlegur þann 11. febrúar ár hvert af aðildarþjóðum samtakanna. Hér á Íslandi hefur sá háttur verið hafður á að sameiginlegur fundur klúbbanna verið annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Norðurlandi (Akureyri eða Húsavík). Í ár hittast klúbbkonur á höfuðborgarsvæðinu í Alþjóðahúsinu kl. 19 og fræðast um starfsemi þess á eftir verður farið á Café Culturu. Stúlkurnar á Norðurlandi hittast í Listasafninu kl. 20 og skoða sýningu Margrétar Jónsdóttur, hvítir skuggar. Að sýningunni lokinni verður snætt á Greifanum.
Um hvað snýst er Ladies Circle?
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Samtökin eru starfandi í 36 löndum og eru félagskonur um 13 þúsund. Fyrsti LC-klúbburinn var stofnaður á Akureyri 1988 og merki LCÍ er hjól rokksins, sem er tákn kvenna frá gamalli tíð. Hjólinu er skipt upp í sex hjörtu sem tákna:
Vináttu, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleika, jákvæðni og náungakærleika.
Tilgangur samtakanna er m.a. að fræða konur um umhverfi sitt og menningu og það er gert með ýmsum hætti. Klúbbar eru með svokallaðar 3 mínútur sem eru ætlaðar því málefni, sem konum liggur á hjarta hverju sinni eða er efst á baugi hjá þjóðinni á hverjum tíma. Mikilvægt er einnig að klúbbar leggi áherslu á að fá til sín fyrirlesara sem veita innsýn í alls kyns málefni sem geta víkkað sýn LC-kvenna á lífið og tilveruna. Við kynnum okkur t.d. skáldskaparmenningu landsins með því að hafa ljóð eða skáld vetrarins. Níu klúbbar eru starfandi á Íslandi, tveir á Akureyri, einn á Húsavík, tveir í Keflavík og fjórir í Reykjavík.
Þær konur sem vilja kynna sér betur starf LC er bent á vef samtakanna www.ladies-circle.is / www.ladies-circle.com Einnig er ykkur velkomið að hafa samband við undirritaða sem er varalandsforseti 2008-2009.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 00:32
Til vina minna
Hef um langa hríð langað til að setja nokkrar línur á vefinn um málefni sem hafa verið mikið til umræðu en sökum þess hve tengd ég hef verðið því sem ég hef ætlað að skrifa um hef ég látið af þeirri löngun. Nú aftur á móti kom ósk um að ég skrifaði. Óskin kom frá karlmönnum og ætla ég því að skrifa nokkur orð um karlmenn.
Strákar! Þið eruð æðislegir. Komið mér oft á óvart, hafið glatt mig, reitt mig til reiði, veitt mér aðstoð og skemmt mér. Takk fyrir að vera til.
27.10.2008 | 00:16
Frábærir tónleikar
Ljótu hálfvitarnir voru með tónleika á Café Rosenberg í gærkveldi (laugardagskvöld. Fór með Unni frænku á tónleikana og þar hittum við Betu frænku sem var á árshátið heilsunuddara. Skemmti mér konunglega enda eru þetta frábærir listamenn. Það er gaman að fylgjast með hversu fjölhæfir liðsmenn hálfvitanna eru. Þeir skiptast á að spila á hljópfærin og syngja. Textar þeirra eru alveg hin mesta skemmtismíð. Ég átti sem sagt frábært kvöld í góðum félagsskap. Gott að geta slakað á og skemmt sér eftir rússíbana sl. mánuð. Nú tekur við nýr tími í nýju fyrirtæki - opinberu fyrirtæki.
Farið endilega hingað og hlustið á Ljótu hálfvitanna. Þetta er góð skemmtun.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2008 | 22:20
Lífstíll
Eftir sumarfríið ákvað ég að nú væri mælirinn kominn ansi hátt upp. Þá meina ég allir mælar sem að ég hef verið að mæla heilsuna við. Því var loksins keypt batterí í vigtina, stúlkan klipin á þekktum fitustöðum og málbandið tekið upp og vafið um líkamann. Tók upp nýtt æfingaplan og mæti ég nú í brennslu 3x í viku, til þjálfarans 3x í viku og er nú byrjuð í Kickboxi 2-3x í viku. Hreyfing er mikilvæg til að ná mælunum niður og hef ég ákveðið að vera nú dugleg að mæta í þá tíma sem ég hef ætlað mér.
það sem að maður setur ofan í sig er ekki síður mikilvægt og í mínu tilfelli afskaplega mikill áhrifaþáttur hvernig mælarnir hafa komið út. Nú borða ég reglulega á 2-3 tíma fresti - set saman máltíðirnar eins skynsamlega og hægt verður kosið. Ég hef minnkað brauðið, mjólkurvörur, tekið út kartöflur, og feitmeti.
Eftir mánuð nú - finn ég að mér líður strax betur - vildi að ég hefði verðið meira agaðri sl. haust og vetur.
Ef ykkur langar út að ganga þá er um að gera að hafa samband
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2008 | 23:00
Félagsstörf
Félagsstörf hafa átt mikið af mínum frítíma sl. ár og hef ég haf mikið gaman af. Hef kynnst frábæru fólki í íþróttahreyfingunni, pólitíkinni, verkalýðshreyfingunni, stúlkum í LC og svo náttúrulega í starfsmannafélögum þar í þeim fyrirtækjum sem að ég hef unnið. Öll þessi störf hef ég gert með glöðu geði og í sjálfboðavinnu. Enn eitt tækifærið til að láta gott af mér leiða fékk ég svo í síðustu viku og ákvað að taka því. Er nú fulltrúi meirihlutans í menningar - og ferðamálaráði í Starfshóp um fjölmenningardag 2009. Skemmtilegt verkefni. Man eins og gerst hafi í gær þegar að ég fór með Halldóri Ásgrímssyni vestur á Flateyri á fyrsta fjölþjóðahátíðina sem haldin var þar í íþróttahúsinu. Mikil og fróðleg skemmtun.
Annars er ég nýkomin heim frá alheimsráðstefnu (AGM) Ladies Circle International í Aberdeen, Skotlandi. Þessar ráðstefnur eru í senn áhugaverðar, skemmtilegar og oftast vel skipulagðar. Maður fræðist einnig mikið um aðra menningarheima sem er gott og víkkar út sjóndeildarhringinn. Í vetur verður svo miðsvetrarfundurinn í Riga og AGM í Bangalore, Indlandi
3.7.2008 | 09:08
Áfram Hlynur!
Gangi þér vel frændi! og allir hinir í liðinu.
„Nú verður leikið sóknargolf sem aldrei fyrr“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |