4.4.2007 | 22:20
Götusmiðjan að Efri-Brú
Það er gott til þess að vita að senn leysist úr húsnæðismálavanda Götusmiðjunnar. Götusmiðjan hefur sýnt að sú starfsemi sem þar fer fram hefur borið árangur. Það er því vel að Félagsmálaráðuneytið hefur boðið Götusmiðjunni húsnæði að Efri-Brú. Barnaverndarstofa hefur keypt tilteknaþjónustu af Götusmiðjunni og vona ég að Stofan fái fé til að kaupa meiri þjónustu en verið hefur.
Til hamingju Mummi og annað starfsfólk Götusmiðjan
Götusmiðjunni boðið húsnæðið að Efri-Brú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af hverju fór ekki Götusmiðjan í Strandasýslu eða N-Ísafjarðar.Götusmiðjan er fyrirmyndarfyrirtæki,sem meðal annars er rekið af ríkinu.Þið sem gefið ykkur út fyrir að vera fulltrúar þessara svæða gerið alltof lítið af því að krefjast þess að fyrirtæki sem ríkið kemur að séu staðsett á þeim svæðum sem eiga í vök að verjast vegna fólksfækkunar.Og af hverju eru skattar á einstaklinga og fyrirtæki ekki lægri á þessum svæðum en á annesinu, útkjálkanum, Reykjavík. Í þess stað eru þeir hærri í formi virðisaukaskatts.í Danmörku og Noregi eru skattar mismunandi eftir þvi hvar fólk býr í ríkjunum.Þið Framsóknarmenn haldið því fram að Framsóknarflokkurinn sé líka landsbyggðaflokkur.Þið verðið að sýna það í verki á annan hátt en að ætla að ríkisvæða fiskimiðin með tilheyrandi gjaldþrotum á landsbyggðinni og landsbyggðaflótta.
Sigurgeir Jónsson, 9.4.2007 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.