Glæsileg samgöngubót

Í dag er vert að gleðjast yfir nýjum vegi um Arnkötludal sem og því ef nota á mismunin á milli áætluninar og þess verðs sem skrifað var undir í aðrar samgöngubætur í Strandasýslu.

Kíkið á umfjöllun á Strandir.is um málið

 Smile


mbl.is Skrifað undir verksamning um nýjan Tröllatunguveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Fínt að það er farið í gang með verkið en lélegt að ekki sé reynt að láta heimamenn koma að verkefninu. Tilboð klæðningar er langt undir kostnaðaráætlun verksins og einungis 30 miljónum yfir lægsta tilboði og þar með næst lægstir.  Þetta lýsir  byggðastefnu Sjálfstæðisflokksins og Sturlu Böðvarssonar í hnotskurn.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 20.4.2007 kl. 19:27

2 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ég fagna því að loks eigi að fara í þessar samgöngubætur, vegna þess að ekki veitir af á þessum slóðum.
En Guðmundur Ragnar, ég átta mig ekki á athugasemd þinni um að afhverju sé ekki reynt að láta heimamenn koma að verkinu.
Þetta er bara samkvæmt útboði og lægsta tilboði tekið og síðan ræður verktakinn sér undirverktaka eftir þörfum, þannig að ef til vill fá heimamenn einhvern hlut.
Sturla á bara hrós skilið fyrir þetta.

ur til

Stefán Stefánsson, 20.4.2007 kl. 21:53

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Stefán

Það er ekki skylda að taka lægsta tilboði og í þessu tilviki er afar lítill munur á lægsta og næstlægsta. Þegar næstlægsta tilboð er frá heimamönnum sem myndu síðan velta stórum hluta þess inn í vestfirska hagkerfið. Ekki er nú á bætandi þensluna sunnan heiða með því að verktakar þaðan taki að sér verkið. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 21.4.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband