10.12.2007 | 00:20
Helgin í hnotskurn
Fór í ræktina í gærmorgun. Þar var mér tilkynnt að einkaþjálfarinn ætti mig frá og með 15. janúar á næsta ári - tja. útlitið er ekki gott. Jú, jú. Ég er voða glöð með það. Enda hef ég ekki verið að standa mig sem skyldi. Aðalástæðan hefur verið áherslan á vinnuna en það hefði nú ekki átt að hafa áhrif á ræktina en gerði það samt. Slakaði svo vel á heima og fór svo á tónleikanna með Björgvini Halldórssyni og jólagestum. Um tónleikanna er það að segja að þeir voru yfir meðallegi. Það voru gestirnir sem héldu tónleikunum uppi. Vil ég þá helst nefna Skólakórs Kárnesskóla, Helga Björns og Svölu Björgvins. Bakraddirnar Eyfi, Friðrik Ómar og Erna Hrönn - hljómuðu eins og englar.
Eftir tónleikanna fór ég svo og fékk mér góða hnetusteik á Grænum kosti með Ellu Stínu og Árna. Gengum svo smáspöl á Laugaveginum. Tókst að versla tvær fyrstu gjafirnar. Þetta er greinilega allt að koma hjá mér.
Í dag fór ég á tvö jólaböll hjá starfsmannafélaginu. Alveg glimrandi stemming. Æðislegt að sjá glaða jólasveina gleðja börnin. Eftir seinna ballið var farið í vinnunna og kláruð nokkur mál.
Að lokum fær mamma kveðju. Hún átti stórafmæli í gær 9. desember. Elsku besta mamma! Til hamingju með 60 árin. Min ósk er að þú eigir jafn góð 60 ár fyrir höndum.
Athugasemdir
Það er ekkert annað! Hemmi bara búinn að slá eign sinni á þig Ert þú sem sagt jólagjöfin í ár???
Kveðja úr Danaveldi :>)
Kristbjörg Þórisdóttir, 14.12.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.