Fyrir Dóra frænda, Frosta og alla hina

Frökenin hefur ekki verið í bloggstuði þennan veturinn. Það er staðreynd. Það hefur nú samt nóg verið um að vera sem að ég hefði getað bloggað um. T.d. það að ég hef áhyggjur af ásýnd miðborgarinnar. Ræddi við aldna menn í dag um málið. Þeim fannst alveg ótrúlegt að ekki mætti rífa hús fyrr en að búið væri að teikna ný í þeirra stað. Því er ég sammála. Ég held að stjórnendur borgarinnar þurfi nú að gera almennilegt skipulag og ákveða í hvaða átt þeir vilji að miðborgin stefni í - þ.e. eftirsóknarverður staður til að búa á eða greni hér og þar. Persónulega myndi ég vilja sjá lifandi miðborg með fallegum byggingum - samt ekki of háum

Fór á leikritið Ivanoff um daginn. Mikið rosalega var það gaman það var góður endir á annars stórskemmtilegri helgi sem hófst á afmælistónleikum Sálarinnar og árshátíð.

Nóg hefur verið að gera í vinnunn - líka í félagslífinu. Annars eru fermingar, aðalfundir, árshátíð, fulltrúaráðsfundir og fleira á dagskránni.  - Manni leiðist allavega ekki á meðan.

Fór norður á páskahelginni. Alltaf ljúft að vera "heima" þó svo að foreldrarnir hafi ekki verið í húsinu. Ég slakaði allavega vel á. Bróðurdóttirin átti spuringu ferðarinnar "Svava, áttu mann?" Ég sagði nei og spurði tilbaka. Jú, hún átti mann - Hann heitir Halldór, pabbi minn!. Þannig að nú get ég svarað þessu með Já!. Ég á mann, hann pabba minn ;-) Lífið er yndislegt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Góður sá stutti!

Maður nýtir sér þetta svar kannski næst þegar einhver spyr mann .

Páskakveðja úr Danaveldi.

Kristbjörg Þórisdóttir, 27.3.2008 kl. 16:31

2 identicon

Við skulum ekkert tala um hitt sem hin óskammfeilna dóttir mín sagði ;-)

Alla 7.4.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband