8.4.2008 | 23:30
Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar
Sá í dag að búið væri að úthluta styrkjum til ferðaþjónustu vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar. Meðal þeirra sem fengu styrk voru Félag áhugafólks um stofnun Grásleppu- og nytjaseturs Stranda á Drangsnesi til eflingar ferðaþjónustu á Drangsnesi. Alls fékk verkefnið tvær milljónir. Til hamingju með þetta. Þessir peningar verða vel nýttir. Einnig fékk Valgeir Benediktsson í Árnesi styrk vegna Minja og handverkshússins Kört. Hvet allla sem eiga leið norður í Árneshrepp að kíkja á það safn. Þar er margt fallegra muna og handverks.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.