25.9.2008 | 22:20
Lífstíll
Eftir sumarfríið ákvað ég að nú væri mælirinn kominn ansi hátt upp. Þá meina ég allir mælar sem að ég hef verið að mæla heilsuna við. Því var loksins keypt batterí í vigtina, stúlkan klipin á þekktum fitustöðum og málbandið tekið upp og vafið um líkamann. Tók upp nýtt æfingaplan og mæti ég nú í brennslu 3x í viku, til þjálfarans 3x í viku og er nú byrjuð í Kickboxi 2-3x í viku. Hreyfing er mikilvæg til að ná mælunum niður og hef ég ákveðið að vera nú dugleg að mæta í þá tíma sem ég hef ætlað mér.
það sem að maður setur ofan í sig er ekki síður mikilvægt og í mínu tilfelli afskaplega mikill áhrifaþáttur hvernig mælarnir hafa komið út. Nú borða ég reglulega á 2-3 tíma fresti - set saman máltíðirnar eins skynsamlega og hægt verður kosið. Ég hef minnkað brauðið, mjólkurvörur, tekið út kartöflur, og feitmeti.
Eftir mánuð nú - finn ég að mér líður strax betur - vildi að ég hefði verðið meira agaðri sl. haust og vetur.
Ef ykkur langar út að ganga þá er um að gera að hafa samband
Athugasemdir
Gangi þér ævinlega vel.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 25.9.2008 kl. 22:35
Jiii þú ert alltaf svo dugleg, haltu þessu áfram
Tinna, 25.9.2008 kl. 23:44
Mig langar ut ad ganga... hvernig list ther a eftir 19.des?
Guja 29.9.2008 kl. 12:32
ég er game:)
Ella 3.10.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.