Frábærir tónleikar

Ljótu hálfvitarnir voru með tónleika á Café Rosenberg í gærkveldi (laugardagskvöld. Fór með Unni frænku á tónleikana og þar hittum við Betu frænku sem var á árshátið heilsunuddara. Skemmti mér konunglega enda eru þetta frábærir listamenn. Það er gaman að fylgjast með hversu fjölhæfir liðsmenn hálfvitanna eru. Þeir skiptast á að spila á hljópfærin og syngja. Textar þeirra eru alveg hin mesta skemmtismíð. Ég átti sem sagt frábært kvöld í góðum félagsskap. Gott að geta slakað á og skemmt sér eftir rússíbana sl. mánuð. Nú tekur við nýr tími í nýju fyrirtæki - opinberu fyrirtæki.

Farið endilega hingað og hlustið á Ljótu hálfvitanna. Þetta er góð skemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já enn hvað það var gaman hjá okkur á þeim Ljótu  gerum þetta aftur seinna.

Beta frænka 28.10.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband