10.2.2009 | 23:43
Alþjóðadagur Ladies Circle International 11. febrúar
Alþjóðadagur Ladies Circle International er haldinn hátíðlegur þann 11. febrúar ár hvert af aðildarþjóðum samtakanna. Hér á Íslandi hefur sá háttur verið hafður á að sameiginlegur fundur klúbbanna verið annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Norðurlandi (Akureyri eða Húsavík). Í ár hittast klúbbkonur á höfuðborgarsvæðinu í Alþjóðahúsinu kl. 19 og fræðast um starfsemi þess á eftir verður farið á Café Culturu. Stúlkurnar á Norðurlandi hittast í Listasafninu kl. 20 og skoða sýningu Margrétar Jónsdóttur, hvítir skuggar. Að sýningunni lokinni verður snætt á Greifanum.
Um hvað snýst er Ladies Circle?
Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Samtökin eru starfandi í 36 löndum og eru félagskonur um 13 þúsund. Fyrsti LC-klúbburinn var stofnaður á Akureyri 1988 og merki LCÍ er hjól rokksins, sem er tákn kvenna frá gamalli tíð. Hjólinu er skipt upp í sex hjörtu sem tákna:
Vináttu, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleika, jákvæðni og náungakærleika.
Tilgangur samtakanna er m.a. að fræða konur um umhverfi sitt og menningu og það er gert með ýmsum hætti. Klúbbar eru með svokallaðar 3 mínútur sem eru ætlaðar því málefni, sem konum liggur á hjarta hverju sinni eða er efst á baugi hjá þjóðinni á hverjum tíma. Mikilvægt er einnig að klúbbar leggi áherslu á að fá til sín fyrirlesara sem veita innsýn í alls kyns málefni sem geta víkkað sýn LC-kvenna á lífið og tilveruna. Við kynnum okkur t.d. skáldskaparmenningu landsins með því að hafa ljóð eða skáld vetrarins. Níu klúbbar eru starfandi á Íslandi, tveir á Akureyri, einn á Húsavík, tveir í Keflavík og fjórir í Reykjavík.
Þær konur sem vilja kynna sér betur starf LC er bent á vef samtakanna www.ladies-circle.is / www.ladies-circle.com Einnig er ykkur velkomið að hafa samband við undirritaða sem er varalandsforseti 2008-2009.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.