Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Efnahagstillögur Framsóknar

Tillögur Framsóknarflokksins að aðgerðum til að bregðast við fjárhagsvanda íslenskra

heimila og atvinnulífs eru 18 talsins. Þær er að finna hér: http://www.framsokn.is/files/efnahagstillogur_framsoknar.pdf

Hér eru tvær tillagnanna:

  • Vextir verði lækkaðir
Nauðsynlegt er að lækka vexti strax til að forða fjöldagjaldþrotum heimila og fyrirtækjaog koma efnahagskerfinu aftur í gang. Hið háa vaxtastig er nú þegar langt komið með aðþurrka upp lausafé fyrirtækja. Auk þess stefnir það fjölda heimila í greiðsluþrot oghindrar nýsköpun. Til þess að Seðlabankinn geti lækkað vexti hratt þurfa stjórnvöld að kynna AGS kröfustjórnvalda um að bankanum verði heimilað að lækka vexti. Því þurfa að fylgja ítarlegarupplýsingar um samsetningu verðbólgu sem sýna að ástæðulaust sé að óttast áhrif vaxta áverðbólgu við núverandi aðstæður. Við núverandi aðstæður er erfitt fyrir AGS að hafna slíkri beiðni. Verðbólgukúfurinnvegna gengislækkunarinnar síðustu þriggja mánaða ársins 2008 er að mestu genginn yfir.Nú eru ekki lengur sjáanlegir neinir umtalsverðir verðbólguhvatar í kerfinu. GögnSeðlabankans staðfesta þetta. Í raun hefur skapast hætta á verðhjöðnun seinna á árinu.Aðrar þjóðir hafa lækkað vexti allt niður í núll prósent þrátt fyrir að það kunni að valdaþví að raunvextir verði neikvæðir til skamms tíma. Sé það ekki gert hér er íslenskuatvinnulífi og heimilum veruleg hætta búin.

  • Stimpilgjöld afnumin

Stimpilgjöld lána vegna fasteignaviðskipta hafa verið afnumin að hluta til en lagt er til að

þau verði afnumin að fullu. Nauðsynlegt er að koma fasteignamarkaðnum í gang aftur og mun þessi aðgerð stuðla að því.


Lýðræði fyrir okkur öll


20% leiðrétting skulda


Á uppleið

Ný könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og RUV sýnir að Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hefur bætt við sig 0,7% fylgi miðað við úrslit kosninganna 2007. Þetta þýðir að Guðmundur Steingrímsson annar maður á lista Framsóknar í kjördæminu er inni á Alþingi. Gunnar Bragi Sveinsson fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins, Guðmundur og Sindri Sigurgeirsson hafa verið duglegir undanfarið ásamt öðrum frambjoðendum að heimsækja byggðir og sveitir í kjördæminu.  Á á því von á því að fylgið fari enn hærra.


Félagsstörf

Félagsstörf hafa átt mikið af mínum frítíma sl. ár og hef ég haf mikið gaman af. Hef kynnst frábæru fólki í íþróttahreyfingunni, pólitíkinni, verkalýðshreyfingunni, stúlkum í LC og svo náttúrulega í starfsmannafélögum þar í þeim fyrirtækjum sem að ég hef unnið. Öll þessi störf hef ég gert með glöðu geði og í sjálfboðavinnu. Enn eitt tækifærið til að láta gott af mér leiða fékk ég svo í síðustu viku og ákvað að taka því. Er nú fulltrúi meirihlutans í menningar - og ferðamálaráði í Starfshóp um fjölmenningardag 2009. Skemmtilegt verkefni. Man eins og gerst hafi í gær þegar að ég fór með Halldóri Ásgrímssyni vestur á Flateyri á fyrsta fjölþjóðahátíðina sem haldin var þar í íþróttahúsinu. Mikil og fróðleg skemmtun.

Annars er ég nýkomin heim frá alheimsráðstefnu (AGM) Ladies Circle International í Aberdeen, Skotlandi. Þessar ráðstefnur eru í senn áhugaverðar, skemmtilegar og oftast vel skipulagðar. Maður fræðist einnig mikið um aðra menningarheima sem er gott og víkkar út sjóndeildarhringinn. Í vetur verður svo miðsvetrarfundurinn í Riga og AGM í Bangalore, Indlandi


Áfram Hlynur!

Gangi þér vel frændi! og allir hinir í liðinu.


mbl.is „Nú verður leikið sóknargolf sem aldrei fyrr“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkari í dag en í gær

Frændgarðurinn stækkaði í dag. Freyja Líf Farley kom í heiminn í London í dag. Til hamingju Anna Heiða, Darren, Jón Anton og Róbert William. Yndislega gaman að fá sms með tíðindunum um hádegið. Ég hlakka mikið til að sjá þau í maí.

Annars þá langar mig til að minna á ráðstefnu sem að LFK haldur á Hverfisgötu 33 um Evrópumál á laugardaginn kl. 10-15. Nánar um ráðstefnuna hér:Get því miður ekki mætt þar sem að ég verð á annarri löppinni frá og með morgundeginum í um 2 vikur. Þrusu stuð.


Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar

Sá í dag að búið væri að úthluta styrkjum til ferðaþjónustu vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar. Meðal þeirra sem fengu styrk voru Félag áhugafólks um stofnun Grásleppu- og nytjaseturs Stranda á Drangsnesi til eflingar ferðaþjónustu á Drangsnesi. Alls fékk verkefnið tvær milljónir. Til hamingju með þetta. Þessir peningar verða vel nýttir. Einnig fékk Valgeir Benediktsson í Árnesi styrk vegna Minja og handverkshússins Kört. Hvet allla sem eiga leið norður í Árneshrepp að kíkja á það safn. Þar er margt fallegra muna og handverks.

Brandari dagsins...

... hlýtur að vera fjársöfnunarauglýsingin sem birtist í dagblöðum dagsins.


Fyrir Dóra frænda, Frosta og alla hina

Frökenin hefur ekki verið í bloggstuði þennan veturinn. Það er staðreynd. Það hefur nú samt nóg verið um að vera sem að ég hefði getað bloggað um. T.d. það að ég hef áhyggjur af ásýnd miðborgarinnar. Ræddi við aldna menn í dag um málið. Þeim fannst alveg ótrúlegt að ekki mætti rífa hús fyrr en að búið væri að teikna ný í þeirra stað. Því er ég sammála. Ég held að stjórnendur borgarinnar þurfi nú að gera almennilegt skipulag og ákveða í hvaða átt þeir vilji að miðborgin stefni í - þ.e. eftirsóknarverður staður til að búa á eða greni hér og þar. Persónulega myndi ég vilja sjá lifandi miðborg með fallegum byggingum - samt ekki of háum

Fór á leikritið Ivanoff um daginn. Mikið rosalega var það gaman það var góður endir á annars stórskemmtilegri helgi sem hófst á afmælistónleikum Sálarinnar og árshátíð.

Nóg hefur verið að gera í vinnunn - líka í félagslífinu. Annars eru fermingar, aðalfundir, árshátíð, fulltrúaráðsfundir og fleira á dagskránni.  - Manni leiðist allavega ekki á meðan.

Fór norður á páskahelginni. Alltaf ljúft að vera "heima" þó svo að foreldrarnir hafi ekki verið í húsinu. Ég slakaði allavega vel á. Bróðurdóttirin átti spuringu ferðarinnar "Svava, áttu mann?" Ég sagði nei og spurði tilbaka. Jú, hún átti mann - Hann heitir Halldór, pabbi minn!. Þannig að nú get ég svarað þessu með Já!. Ég á mann, hann pabba minn ;-) Lífið er yndislegt!

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband