Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hlaupársdagur

Jú, það er víst hægt að biðja sér mann í dag og þótt hann neiti þá fær maður víst gjöf. Ákvað að biðja ekki manns í dag. Sorry folks! Ekkert brúðkaup í ár hjá mér.

Annars er allt gott að frétta af Sveifinni. Nema hvað ég er ekki að halda nýársheitin. Frökenin er orðin formaður starfsmannafélagsins og hefur boðið sig fram í varalandsforseta LC næsta ár sem þýðir að ég verð landsforseti að ári. En mér finnst þetta gaman :-)


Stærðir fyrir Verzló stelpur

"Hér eru litlu stærðirnar fyrir Verzló stelpurnar. Stóru stærðirnar eru í Smáralind". Þetta var svarið sem að ég fékk í einni búðinni í Kringlunni í dag. Sem sagt við sem ekki erum í stærðum undir 12/14 eigum að fara í Smáralind og versla þar. Þar eru stóru stærðirnar.

Nú er úti veður vont

Það hafa dunið vindhviðurnar á gluggunum í efri byggðum Reykjavíkur þetta kvöldið. Komu meira að segja eldingar um kl. 21. Manni líður nú ekkert alltof vel í svona veðurofsa en lætur sig hafa það. Afþreying helgarinnar verður ný stjórnunarbók og letiefni á dvd. þannig að það væsir ekki um mig.

Er núna gjörsamlega með þetta lag hér á heilanum þ.e Love of my life með Queen Getið kíkt her: http://youtube.com/watch?v=QtqADo-D3mQ

 


"Sumarið er tíminn..."

Það var alveg ógleymanleg stemming í Höllinni í kvöld. Við frænkurnar - Unnur Sædís og ég - gáfum okkur miða á tónleika með Bubba Morthens og Stórsveit Reykjavíkur í jólagjöf. Þetta voru æðislegir tónleikar. Kóngurinn var alveg í essinu sínu og bandið alveg frábært. Uppklappið var einna best. Þar flutti hann "Sumarið er tíminn" og "Rómeó og Júlíu". Yndislegt. Ragnar og Garðar voru í fantaformi í Sumarið... . Ég fór á tvenna tónleika í Höllinni fyrir jól og verð að segja að þetta voru gæðalega séð mun betri tónleikar. Hljómurinn var mun betri og engir skruðningar í hátölurunum eins og vildi verða á Bó og á Frostrósum.

 

Takk fyrir mig!


Vikan

 Jólagjafabæklingarnir detta nú hver um annann í gegnum bréfalúguna. Af því sem ég er búin að skoða er dýrasta gjöfin í Leonard bæklingnum. um milljón krónur. Ætli að maður yrði aflsappaður með 1,2 miljón á hendinni. Held ekki!

Nóg að gera í þessari viku sem er gott mál. Varð þó að sleppa bíóferð með túttunum - skilst að það hafi verið í lagi þar sem að ferðin var ekki farin. Wink

Þá er það fyrstu tónleikarnir á þessari aðventu sem að maður sækir á morgun. Við Linda og Kristinn ætlum að skella okkur á Bó og gesti. Það verður gaman. Jólaböllin taka svo við á sunnudag. Það er alltaf gaman.


Í (h)eldri manna tölu

Frökenin hefur haft svo mikið fyrir stafni sl. mánuð að hún hefur ekki bloggað mikið. Markmiðið er að taka sig á í þeim efnum.

Það sem helst gerðist í síðasta mánuði er að ég fór á fund sem kjörinn fulltrúi í Hverfisráði Árbæjar með Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins. Þar sýndu þeir okkur tölfræði fyrir svæðið. Það verður að segjast eins og er að þær tölur sem þar komu fram einkennast helst af því að á svæðinu eru tveir aðalstofnvegir þ.e. Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. Ljóst er samt að sýnileiki lögreglunnar hefur áhrif til hins betra. Við í Árbæ eigum aðgang að frábærum lögreglumanni sem fékk af sjálfsögðu sitt hrós í eyru lögreglusjóra. Ljóst er að skv. framkomnum tillögum frá nýjum meirihluta að Hverfisráðin fá sinn fyrri styrk og meira en það. En skv. tillögu þá munu þau fá pening til úthlutunar tvisvar á ári til að styrkja verkefni til betrumbóta í hverfinu. Gott framfaraskref það.

Annars þá er ég víst komin í eldri manna tölu. Það gerðist í síðustu viku. Af því tilefni bárust mér heilmargar kveðjur og gjafir. Takk fyrir það. Heimasíminn ákvað að týnast - en ykkur lesendur góðir til upplýsinga þá fannst hann í kvöld.

Fór á listmunauppboð hjá Gallerí Fold í kvöld. Margar góðar myndir á uppboði, sjá www.myndlist.is.

Verð nú að fara að huga að jólunum - tja, allavega að þessum 70 jólakortum sem að ég á eftir að skrifa - sem verður nú ekki leiðinlegt.


Aðalfundur FUF-DS 3. október nk.

Aðalfundur FUF-DS

  

Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Dala- og Strandasýslu verður haldinn miðvikudaginn 3. október nk. kl. 20.30 í Félagsheimilinu Árbliki.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kosning starfsmanna fundarins (fundarstjóri og ritari)

2. Skýrsla stjórnar

3. Reikningar félagsins lagðir fram

4. Lagabreytingatillögur

5. Kosning stjórnar

6. Önnur mál

 

Þeir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram í stjórn félagsins eða til annarra trúnaðarstarfa á vegum félagsins eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við undirritaða.

 

Það er von okkar að sem flestir ungir framsóknarmenn sjái sér fært um að mæta.

  

fh. stjórnar FUF-DS

 

Svava H. Friðgeirsdóttir formaður


Út og suður í Árneshreppi

Frábær þáttur hjá Gísla Einarssyni. Þar fór hann í heimsókn í Árneshrepp á Ströndum. Skora á þá sem ekki sáu þáttinn að gera það sem allra allra fyrst á www.ruv.is. Viðmælendum Gísla óska ég til hamingju með frábæra frammistöðu.

Nýr vefur drangsnes.is

Nú hefur Kaldraneshreppur opnað vef http://www.drangsnes.is/ . Tilgangur hans er að veita upplýsingum og fréttum til íbúa hreppsins ásamt upplýsingum til ferðamanna og þeirra sem áhuga hafa á öllu sem tengist honum. Ég vil óska aðstandendum vefsins til hamingju með glæsilegan vef og verður hann einn af mínum föstu stoppistöðum á ferðalagi um Veraldarvefinn.

Við sjáumst svo öll á Bryggjuhátíðinni.


Vegamál á Ströndum

Get ekki látið hjá líða að skrifa smá um vegamál í Strandasýslu enda vona ég að Kristján Möller fari um sýsluna áður en að næstu fjárlög fara í gegnum þingið. Það er alveg augljóst mál að malbikið sem er í Bitrunni er stórhættulegt vegfarendum enda er það bæði holótt og farið að kvarnast úr köntunum. Ég kvíði því í hvert skipti að mæta flutningabílum á þessum stað. Sem betur fer er hætt að ég held að leggja einungis eins og hálfsbílbreidd malbiksvegi - þeir eru nú bara lífshættulegir. Svo er það vegurinn frá Bakkagerði norður í Bjarnafjörð. Það þyrfti að lagfæra hann heilmikið - ég er alls ekki að biðja um malbik bara að það sé sett á hann möl svo að ekki sé verið m.a. að keyra á klöppum og "þvottabrettum". Mér skilst að Einar Oddur Kristjánsson hafi afþakkað boð um að keyra með hann um þennan veg í vor. Fjármagn hefur víst ekki fengist í þennan veg sl. ár. Ekki gott mál. Ég vorkenni nú bara heimilisfólkinu í Odda að keyra þennan veg tvisvar á dag - að ógleymdum póstmanninum.

Nú er Tröllatunguheiði orðin fær. Fór hana í dag. Alveg prýðileg. Alltaf gaman að fara þann veg - tja, eða eins og færðin var á heiðinni í dag.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband