Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.6.2007 | 00:13
Ferð dagsins
4.6.2007 | 23:55
P & P
Þá er löngunin til að deila með ykkur kæru lesendur því sem ég er að hugsa og gera þessa daganna.
Pólitíkin
Flokkurinn minn - Er leið yfir því að Jón skuli hafa ákveðið að segja af sér. Þakka Jóni fyrir ánægjuleg kynni. Guðni er þá orðinn formaður - er alveg ágætlega sátt við það. Á miðstjórnarfundi á næstu helgi fáum við sem erum í miðstjórn að kjósa okkur varaformann. Ég vil sjá nýtt andlit í þeim stól. Andlit sem eigi eftir að hjálpa okkur grasrótinni við að byggja upp. Tel að það þurfi alls ekki að vera þingmaður - heldur hæfur einstaklingur til að taka við hlutverkinu. Við eigum nóg af framtíðarfólki í flokknum það er ekki spurning. Aðeins eitt framboð hefur komið fram til varaformanns. Framboð Valgerðar Sverrisdóttur.
Ríkisstjórnin - La, la. Margt kom á óvart við ráðherravalið. Nú er að bíða og sjá. Við framsóknarmenn munum láta rödd okkar hjóma vel og málefnalega á þeim tíma sem að þessi ríkisstjórn mun vera við völd.
Prívatlífið
Sumarfríið er að koma á hreint. Fröken Sigurbjörg er að koma í bæinn í pössun til frænku sinnar. Margt planað á þeim tíma. Nokkrir dagar verða svo teknir í kringum Bryggjuhátíð (21. júlí) og sextugsafmæli föður míns. Alþjóðaráðstefna Ladies Circle í Tallin Eistlandi í endaðan ágúst og svo er það gönguferð á Mallorka í september með fjallhressum vinnufélögum.
Ræktin og vinnan eru á sínum stað - alltaf jafn skemmtileg.
7.5.2007 | 17:43
Til hamingju frænka
Má til með að óska frænku minni henni Önnu Birnu Ragnarsdóttur hómópata til hamingju með að vera fyrsti græðarinn sem hefur fengið skráningu samkvæmt skráningarkerfi Bandalags íslenskra græðara sem er viðurkennt af heilbrigðisvöldum. Rakst á þessa flottu myndir af athöfninni á www.siv.is
Sjálf hef ég notið leiðbeininga frá Önnu Birnu og mæli hiklaust með aðferðum græðara í þeim tilfellum sem þær eiga við.
p.s. Ragnar! til hamingju með daginn.
Fyrsti græðarinn fær skráningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2007 | 17:09
Margrét, Ingiríður, Henríetta eða...
Það er alltaf gaman þegar að það fjölgar hjá konungsbornum fjölskyldum. Í dag fæddust þeim Maríu og Friðriki dóttur og er sú stutta þriðja í röðinni til að taka við embætti ömmu sinnar sem leiðtogi danska ríkisins.
Danskir og norskir vefmiðlar eru þegar farnir að velta því fyrir sér hvað prinsessan á að heita. Hefur verið nefnt Margrét - í höfuðið á Margréti drottningu, Ingiríður - eftir langömmu og Henríetta eftir móðurömmu sinni. Mér finnst nú líka vel hæfa að daman fái nafnið Elísabet í höfuðið á Betu drottningu en hún er nú 81. árs í dag. Til hamingju með afmælið!
Fjölgar í dönsku konungsfjölskyldunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2007 | 23:11
Fundur á Hólmavik á morgun 21. apríl kl. 11
Efstu menn á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi verða með framboðsfund að Cafe Riis á morgun 21. apríl kl.11. Magnús Stefánsson, Herdís Sæmundardóttir, Valdimar Sigurjónsson og Svanlaug Guðnadóttir verða öll á staðnum og tala um stefnumál flokksins og áherslur í kjördæminu.
Ætlaði að vera með þeim á svæðinu en vegna anna í flokksstarfinu verð ég að stjórna verkefnum mínum héðan úr bænum. Sem er líka skemmtilegt. Tja annars væri ég nú ekki í þessu.
Vonast til að sem flestir láti sjá sig á Cafe Riis.
20.4.2007 | 18:35
Glæsileg samgöngubót
Í dag er vert að gleðjast yfir nýjum vegi um Arnkötludal sem og því ef nota á mismunin á milli áætluninar og þess verðs sem skrifað var undir í aðrar samgöngubætur í Strandasýslu.
Kíkið á umfjöllun á Strandir.is um málið
Skrifað undir verksamning um nýjan Tröllatunguveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2007 | 13:16
Ferðamennska á Drangsnesi
Nýtt og glæsilegt gistihús er risið á Drangsnesi. Óska Bjössa og Völku innilega til hamingju með húsið. Það er sko sannarlega kraftur í þeim. Í fyrra buðu þau uppá gistingu í leiguhúsnæði en nú eru þau komin með sitt eigið gistihús. Auk þessa bjóða þau upp á reglulegar siglingar út í Grímsey.
Auk þessa gistimöguleika má benda á Gistiþjónustu Sunnu sem er einnig á Drangsnesi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2007 | 16:27
Freyja og frændi
12.4.2007 | 23:05
Ósátt um flugvöll - Hvað gerist næst?
Er sammála bloggvinkonu minni henni Önnu Kristinsdóttur að framboðið sé andvana fætt. Hefði nú ekki verið betra að styðja frekar þau framboð sem fyrir eru. Enda eru önnur framboð með áherslumál á sviði aldraðra og öryrkja.
Ekkert úr samstarfi Baráttusamtakanna og Höfuðborgarsamtakanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2007 | 22:20
Götusmiðjan að Efri-Brú
Það er gott til þess að vita að senn leysist úr húsnæðismálavanda Götusmiðjunnar. Götusmiðjan hefur sýnt að sú starfsemi sem þar fer fram hefur borið árangur. Það er því vel að Félagsmálaráðuneytið hefur boðið Götusmiðjunni húsnæði að Efri-Brú. Barnaverndarstofa hefur keypt tilteknaþjónustu af Götusmiðjunni og vona ég að Stofan fái fé til að kaupa meiri þjónustu en verið hefur.
Til hamingju Mummi og annað starfsfólk Götusmiðjan
Götusmiðjunni boðið húsnæðið að Efri-Brú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |