P & P

Þá er löngunin til að deila með ykkur kæru lesendur því sem ég er að hugsa og  gera þessa daganna.

Pólitíkin
Flokkurinn minn - Er leið yfir því að Jón skuli hafa ákveðið að segja af sér. Þakka Jóni fyrir ánægjuleg kynni. Guðni er þá orðinn formaður - er alveg ágætlega sátt við það. Á miðstjórnarfundi á næstu helgi fáum við sem erum í miðstjórn að kjósa okkur varaformann. Ég vil sjá nýtt andlit í þeim stól. Andlit sem eigi eftir að hjálpa okkur grasrótinni við að byggja upp. Tel að það þurfi alls ekki að vera þingmaður - heldur hæfur einstaklingur til að taka við hlutverkinu. Við eigum nóg af framtíðarfólki í flokknum það er ekki spurning. Aðeins eitt framboð hefur komið fram til varaformanns. Framboð Valgerðar Sverrisdóttur.
Ríkisstjórnin - La, la. Margt kom á óvart við ráðherravalið. Nú er að bíða og sjá. Við framsóknarmenn munum láta rödd okkar hjóma vel og málefnalega á þeim tíma sem að þessi ríkisstjórn mun vera við völd.


Prívatlífið
Sumarfríið er að koma á hreint. Fröken Sigurbjörg er að koma í bæinn í pössun til frænku sinnar. Margt planað á þeim tíma. Nokkrir dagar verða svo teknir í kringum Bryggjuhátíð (21. júlí) og sextugsafmæli föður míns. Alþjóðaráðstefna Ladies Circle í Tallin Eistlandi í endaðan ágúst og svo er það gönguferð á Mallorka í september með fjallhressum vinnufélögum.
Ræktin og vinnan eru á sínum stað - alltaf jafn skemmtileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vei, loksins blogg fra minni. Nog ad gera hja ther greinilega , eins og reyndar alltaf.  Vertu nu dugleg ad blogga

Guja 5.6.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband