Færsluflokkur: Lífstíll

Alþjóðadagur Ladies Circle International 11. febrúar

Alþjóðadagur Ladies Circle International er haldinn hátíðlegur þann 11. febrúar ár hvert af aðildarþjóðum samtakanna. Hér á Íslandi hefur sá háttur verið hafður á að sameiginlegur fundur klúbbanna verið annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Norðurlandi (Akureyri eða Húsavík).  Í ár hittast klúbbkonur á höfuðborgarsvæðinu í Alþjóðahúsinu kl. 19 og fræðast um starfsemi þess á eftir verður farið á Café Culturu. Stúlkurnar á Norðurlandi hittast í Listasafninu kl. 20 og skoða sýningu Margrétar Jónsdóttur, hvítir skuggar. Að sýningunni lokinni verður snætt á Greifanum. 

Um hvað snýst er Ladies Circle?

Ladies Circle, eða LC, er alþjóðlegur félagsskapur ungra kvenna á aldrinum 18-45 ára, sem vilja stuðla að því að konur kynnist hver annarri, víkki út sjóndeildarhring sinn og efli alþjóðlega skilning og vináttu. Samtökin eru starfandi í 36 löndum og eru félagskonur um 13 þúsund. Fyrsti LC-klúbburinn var stofnaður á Akureyri 1988 og merki LCÍ er hjól rokksins, sem er tákn kvenna frá gamalli tíð. Hjólinu er skipt upp í sex hjörtu sem tákna:

354Vináttu, umburðarlyndi, tillitssemi, heiðarleika, jákvæðni og náungakærleika.


Tilgangur samtakanna er m.a. að fræða konur um umhverfi sitt og menningu og það er gert með ýmsum hætti. Klúbbar eru með svokallaðar 3 mínútur sem eru ætlaðar því málefni, sem konum liggur á hjarta hverju sinni eða er efst á baugi hjá þjóðinni á hverjum tíma. Mikilvægt er einnig að klúbbar leggi áherslu á að fá til sín fyrirlesara sem veita innsýn í alls kyns málefni sem geta víkkað sýn LC-kvenna á lífið og tilveruna. Við kynnum okkur t.d. skáldskaparmenningu landsins með því að hafa ljóð eða skáld vetrarins. Níu klúbbar eru starfandi á Íslandi, tveir á Akureyri, einn á Húsavík, tveir í Keflavík og fjórir í Reykjavík.

Þær konur sem vilja kynna sér betur starf LC er bent á vef samtakanna www.ladies-circle.is / www.ladies-circle.com Einnig er ykkur velkomið að hafa samband við undirritaða sem er varalandsforseti 2008-2009.


Lífstíll

Eftir sumarfríið ákvað ég að nú væri mælirinn kominn ansi hátt upp. Þá meina ég allir mælar sem að ég hef verið að mæla heilsuna við. Því var loksins keypt batterí í vigtina, stúlkan klipin á þekktum fitustöðum og málbandið tekið upp og vafið um líkamann. Tók upp nýtt æfingaplan og mæti ég nú í brennslu 3x í viku, til þjálfarans 3x í viku og er nú byrjuð í Kickboxi 2-3x í viku. Hreyfing er mikilvæg til að ná mælunum niður og hef ég ákveðið að vera nú dugleg að mæta í þá tíma sem ég hef ætlað mér.

það sem að maður setur ofan í sig er ekki síður mikilvægt og í mínu tilfelli afskaplega mikill áhrifaþáttur hvernig mælarnir hafa komið út. Nú borða ég reglulega á 2-3 tíma fresti - set saman máltíðirnar eins skynsamlega og hægt verður kosið. Ég hef minnkað brauðið, mjólkurvörur, tekið út kartöflur, og feitmeti.

Eftir mánuð nú - finn ég að mér líður strax betur - vildi að ég hefði verðið meira agaðri sl. haust og vetur.

Ef ykkur langar út að ganga þá er um að gera að hafa samband


Konur og ráðhúsið

Alþjóðadagur Ladies Circle var í gær 11. febrúar. Að þessu sinni vorum við boðnar í Ráðhúsið. Þar tók Hanna Birna Kristjánsdóttir á móti okkur. Létt var yfir Hönnu Birnu og lék hún sér með orðin Vinátta og hjálpsemi - sagði hana stundum skorta í húsinu. Við skoðuðum borgarstjórnarsalinn. Var gaman að máta púltið. Wink

 


Helgin í hnotskurn

Fór í ræktina í gærmorgun. Þar var mér tilkynnt að einkaþjálfarinn ætti mig frá og með 15. janúar á næsta ári - tja. útlitið er ekki gott. Jú, jú. Ég er voða glöð með það. Enda hef ég ekki verið að standa mig sem skyldi. Aðalástæðan hefur verið áherslan á vinnuna en það hefði nú ekki átt að hafa áhrif á ræktina en gerði það samt. Slakaði svo vel á heima og fór svo á tónleikanna með Björgvini Halldórssyni og jólagestum. Um tónleikanna er það að segja að þeir voru yfir meðallegi. Það voru gestirnir sem héldu tónleikunum uppi. Vil ég þá helst nefna Skólakórs Kárnesskóla, Helga Björns og Svölu Björgvins. Bakraddirnar Eyfi, Friðrik Ómar og Erna Hrönn - hljómuðu eins og englar.

Eftir tónleikanna fór ég svo og fékk mér góða hnetusteik á Grænum kosti með Ellu Stínu og Árna. Gengum svo smáspöl á Laugaveginum. Tókst að versla tvær fyrstu gjafirnar. Þetta er greinilega allt að koma hjá mér.

Í dag fór ég á tvö jólaböll hjá starfsmannafélaginu. Alveg glimrandi stemming. Æðislegt að sjá glaða jólasveina gleðja börnin. Eftir seinna ballið var farið í vinnunna og kláruð nokkur mál.

 Að lokum fær mamma kveðju. Hún átti stórafmæli í gær 9. desember. Elsku besta mamma! Til hamingju með 60 árin. Min ósk er að þú eigir jafn góð 60 ár fyrir höndum.

 


Menningarlegt kvöld

Byrjaði kvöldið á því að fara á opnun yfirlitsýningar yfir verk Kristjáns Davíðssonar í Listasafni Íslands í kvöld. Hef aldrei farið á opnun þar - svakalega margt fólk mætt til að bera list Kristjáns augum. Margt góðra verka þar á ferð. Sjálf er ég hrifnust af verkunum sem eru mjög "simpil" og ekki litaglöð.

Að listsýningunni lokinni mætti ég til vina minna þeirra Eyjólfs Pálssonar og Guðmundar í Epal. Epal var að stækka við sig húsnæðið og er það alveg rosalega flott og fá húsgögnin alveg að njóta sín. Til hamingju með þetta strákar.

Frábært að eyða kvöldinu svona. Mikil afslöppun.

 Helginni verður síðan varið í World Class og í vinnunni.


P & P

Þá er löngunin til að deila með ykkur kæru lesendur því sem ég er að hugsa og  gera þessa daganna.

Pólitíkin
Flokkurinn minn - Er leið yfir því að Jón skuli hafa ákveðið að segja af sér. Þakka Jóni fyrir ánægjuleg kynni. Guðni er þá orðinn formaður - er alveg ágætlega sátt við það. Á miðstjórnarfundi á næstu helgi fáum við sem erum í miðstjórn að kjósa okkur varaformann. Ég vil sjá nýtt andlit í þeim stól. Andlit sem eigi eftir að hjálpa okkur grasrótinni við að byggja upp. Tel að það þurfi alls ekki að vera þingmaður - heldur hæfur einstaklingur til að taka við hlutverkinu. Við eigum nóg af framtíðarfólki í flokknum það er ekki spurning. Aðeins eitt framboð hefur komið fram til varaformanns. Framboð Valgerðar Sverrisdóttur.
Ríkisstjórnin - La, la. Margt kom á óvart við ráðherravalið. Nú er að bíða og sjá. Við framsóknarmenn munum láta rödd okkar hjóma vel og málefnalega á þeim tíma sem að þessi ríkisstjórn mun vera við völd.


Prívatlífið
Sumarfríið er að koma á hreint. Fröken Sigurbjörg er að koma í bæinn í pössun til frænku sinnar. Margt planað á þeim tíma. Nokkrir dagar verða svo teknir í kringum Bryggjuhátíð (21. júlí) og sextugsafmæli föður míns. Alþjóðaráðstefna Ladies Circle í Tallin Eistlandi í endaðan ágúst og svo er það gönguferð á Mallorka í september með fjallhressum vinnufélögum.
Ræktin og vinnan eru á sínum stað - alltaf jafn skemmtileg.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband