Ferð dagsins

Fór í vinnuferð til Víkur í Mýrdal í dag. Kom við á Selfossi og náði í einn vinnufélaga minn, Steina. Þegar að við vorum rétt komin framhjá aðleggjaran að Laugadælum þá sá ég puttaferðalang. Ákvað að vera góð og bjóða honum far enda rigning og rok. Kom í ljós að maðurinn var Frakki og búinn að vera hér á landi í 15 daga (sýndi okkur puttanna þrisvar sinnum uppSmile ). Menn kunna að bjarga sér. Táknmálið var mikið notað í ferðinni. Greyið skyldi ekki mikið í ensku og við ekki talandi á frönsku og því var þetta ferðalag ansi spaugilegt. Þeir sem þekkja mig þá átti ég í mestu vandræðum með að skella ekki uppúr þegar að Steini var að segja honum til m.a. með hve lengi væri verið að ganga  í Landmannalaugar og á Heklu. Hann var mikið hrifin af Lúpínunni á Skógasandi og hvað "Meee" vera hrifið af því.   Maðurinn ætlaði að fara til Mývatns. Ég vona að hann hafi fengið far áfram frá Vík. Annars voru margir ferðamenn í Vík í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl gamla, var að reyna að finna e-póst fangið þitt, nú hefur þú mitt. Er með nokkrar spuringar um úthlutun á veiðileyfum í Bjarnarfjarðará og Selá, hjá þínum

Kv óli

óli d..... 13.6.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband