Heima er best!

Búin að vera í 10 daga fríi. Mér var treyst fyrir prinsessunni í fjölskyldunni þar sem að foreldarnir voru á kórferðalagi með Kvennakórnum Norðurljósum frá Hólmavík í Edinborg og síðan fóru þau að mennta sig í Reykjavík og á Akureyri. Fyrstu daganna vorum við hér í bænum enda var mæting á miðstjórnarfund Framsóknar sl. sunnudag. Fundurinn var mjög góður og gaman að sjá félaganna. Eftir fundinn fórum við svo norður á Drangsnes enda best að vera þar og svo er prinsessan í leikskóla.

Af sjálfsögðu var yndislegt að vera heima á Drangsnesi. Veðrið hvergi betra. Fórum við í sund, til Hólmavíkur, kíktum í heimsókn til afa á Hrófbergi, skoðuðum hestana og mýs. Sem sagt dúndurstuð.

Nóg að gera í Fiskvinnslunni Drangi og smábátarnir að fiska vel.

Ferðaþjónustan hjá Völku og Bjössa fer stækkandi. Nú eru þau að útbúa stærðarinnar kaffihús. Það vantar ekki drifkarftinn á þeim bænum.

Í gær voru Agnes Sif, Inga og Valgerður fermdar í kapellunni. Mikil hátíð í þorpinu af því tilefni.

Nú er það vinnann sem tekur völdin á morgun. Hlakka til enda nóg að gera í litlu fyrirtæki LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband