Vegamál á Ströndum

Get ekki látið hjá líða að skrifa smá um vegamál í Strandasýslu enda vona ég að Kristján Möller fari um sýsluna áður en að næstu fjárlög fara í gegnum þingið. Það er alveg augljóst mál að malbikið sem er í Bitrunni er stórhættulegt vegfarendum enda er það bæði holótt og farið að kvarnast úr köntunum. Ég kvíði því í hvert skipti að mæta flutningabílum á þessum stað. Sem betur fer er hætt að ég held að leggja einungis eins og hálfsbílbreidd malbiksvegi - þeir eru nú bara lífshættulegir. Svo er það vegurinn frá Bakkagerði norður í Bjarnafjörð. Það þyrfti að lagfæra hann heilmikið - ég er alls ekki að biðja um malbik bara að það sé sett á hann möl svo að ekki sé verið m.a. að keyra á klöppum og "þvottabrettum". Mér skilst að Einar Oddur Kristjánsson hafi afþakkað boð um að keyra með hann um þennan veg í vor. Fjármagn hefur víst ekki fengist í þennan veg sl. ár. Ekki gott mál. Ég vorkenni nú bara heimilisfólkinu í Odda að keyra þennan veg tvisvar á dag - að ógleymdum póstmanninum.

Nú er Tröllatunguheiði orðin fær. Fór hana í dag. Alveg prýðileg. Alltaf gaman að fara þann veg - tja, eða eins og færðin var á heiðinni í dag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona ad hann athugi vegamal a Austfjordum og tha serstaklega gong i gegnum Hellisheidi, eg er buin ad bida eftir theim gongum sidan eg var 5 ara og spennandi ad sja hvort thad rofi til og thau komist a fjarlog! En audvitad ma hann kikja i Strandasysluna lika...

Guja 18.6.2007 kl. 15:13

2 identicon

Þurfum að stofna hagsmunafélag um bættar samgöngur á Ströndum, þetta er ekki boðlegt gestum og gangandi.

Einar 22.6.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband