Menningarlegt kvöld

Byrjaði kvöldið á því að fara á opnun yfirlitsýningar yfir verk Kristjáns Davíðssonar í Listasafni Íslands í kvöld. Hef aldrei farið á opnun þar - svakalega margt fólk mætt til að bera list Kristjáns augum. Margt góðra verka þar á ferð. Sjálf er ég hrifnust af verkunum sem eru mjög "simpil" og ekki litaglöð.

Að listsýningunni lokinni mætti ég til vina minna þeirra Eyjólfs Pálssonar og Guðmundar í Epal. Epal var að stækka við sig húsnæðið og er það alveg rosalega flott og fá húsgögnin alveg að njóta sín. Til hamingju með þetta strákar.

Frábært að eyða kvöldinu svona. Mikil afslöppun.

 Helginni verður síðan varið í World Class og í vinnunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Shit. Gleymdi opnuninni. Verð að sjá sýninguna um helgina. Var sjálfur önnum kafinn í málverkinu.

Kv. Bergur Thorberg

Bergur Thorberg, 2.11.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Bið að heilsa Hemma, gangi þér vel í spriklinu í World Class. Kveðja frá Árósum.

Kristbjörg Þórisdóttir, 3.11.2007 kl. 18:54

3 Smámynd: Svava Halldóra Friðgeirsdóttir

Takk Kidda. Við systir þin tókum vel á því í morgun :-)

Gangi þér rosa vel úti.

Svava Halldóra Friðgeirsdóttir, 3.11.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband