Í (h)eldri manna tölu

Frökenin hefur haft svo mikið fyrir stafni sl. mánuð að hún hefur ekki bloggað mikið. Markmiðið er að taka sig á í þeim efnum.

Það sem helst gerðist í síðasta mánuði er að ég fór á fund sem kjörinn fulltrúi í Hverfisráði Árbæjar með Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins. Þar sýndu þeir okkur tölfræði fyrir svæðið. Það verður að segjast eins og er að þær tölur sem þar komu fram einkennast helst af því að á svæðinu eru tveir aðalstofnvegir þ.e. Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. Ljóst er samt að sýnileiki lögreglunnar hefur áhrif til hins betra. Við í Árbæ eigum aðgang að frábærum lögreglumanni sem fékk af sjálfsögðu sitt hrós í eyru lögreglusjóra. Ljóst er að skv. framkomnum tillögum frá nýjum meirihluta að Hverfisráðin fá sinn fyrri styrk og meira en það. En skv. tillögu þá munu þau fá pening til úthlutunar tvisvar á ári til að styrkja verkefni til betrumbóta í hverfinu. Gott framfaraskref það.

Annars þá er ég víst komin í eldri manna tölu. Það gerðist í síðustu viku. Af því tilefni bárust mér heilmargar kveðjur og gjafir. Takk fyrir það. Heimasíminn ákvað að týnast - en ykkur lesendur góðir til upplýsinga þá fannst hann í kvöld.

Fór á listmunauppboð hjá Gallerí Fold í kvöld. Margar góðar myndir á uppboði, sjá www.myndlist.is.

Verð nú að fara að huga að jólunum - tja, allavega að þessum 70 jólakortum sem að ég á eftir að skrifa - sem verður nú ekki leiðinlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, thu ert ordin ogedslega gomul Svava Halldora. Heldur thu ekki lika uppi tveimur vefsidum og bloggar svo eiginlega ekkert??/ En eg er anaegd ad fa sma blogg. Guja

Guja 4.12.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband