Við upphaf árs

Árið byrjaði vel hjá fjölskyldunni. Nýjasti stórfjölskyldumeðlimurinn leit dagsins ljós 1.1.2008 kl. 01.05. Jú, jú, fyrsta barn ársins. Til hamingju Sóla, Hreiðar og Ragnar Bjarni.  Hef að vísu ekki farið og kíkt á prinsessuna. Kíki væntanlega á hana í vikunni. Sendi líka hamingjuóskir til InLove Bryndísar og PEO með Þingvallaferðina. Fyrst að maður er byrjaður á hamingjuóskum þá fá Dagný og Atli einnig innilegar kveðjur og óskir um að dóttirin dafni vel - á nú ekki von á öðruWink.  Að lokum þá fá foreldrar mínir kveðjur og innilegar hamingjuóskir með nýja bátinn - Sigurey - sem er að sigla til heimahafnar á Drangsnesi nú í kvöld.

Annars þá er lífið að komast í fastar skorður eftir hátíðirnar. Nú er það ræktin á morgnanna. Við Elsa ætlum að vera duglegar að mæta til Sigurbjargar þá daga sem við mætum ekki til Hemma þjálfara. Svo var ég að skrá mig í magadans - það verður nú stuð. Búin að langa til þess lengi.

Félagsmálin verða náttúrulega fyrirferðamikil fram á vor. Ég hef þó minnkað við mig í þeim efnum. Lét af formennsku í FUF-DS í október og er nú varamaður í Hverfisráði Árbæjar frá og með áramótum en var áður aðalmaður. Nú er ég einungis formaður í starfsmannafélaginu, formaður í LC-4 og Vefstjóri LCÍ. Ég er nú einu sinni í þessu af því að mér þykir það gaman.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Gleðilegt nýtt ár! Þú skilar kannski hamingjuóskum frá mér til Sólveigar en við vorum saman í sálfræðinni, sá einmitt mynd af þeim í Mogganum. Kveðja frá Kiddu.

Kristbjörg Þórisdóttir, 7.1.2008 kl. 00:14

2 identicon

Til hamingju med nyja batinn. Thu gleymdir alveg ad segja mer fra honum.

Guja 9.1.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Gleðilegt ár Svava þó seint sé.

Hittmst vonandi í ræktinni við tækifæri,

Anna Kr.

Anna Kristinsdóttir, 19.1.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband