Til hamingju frænka

Má til með að óska frænku minni henni Önnu Birnu Ragnarsdóttur hómópata til hamingju með að vera fyrsti græðarinn sem hefur fengið skráningu samkvæmt skráningarkerfi Bandalags íslenskra græðara sem er viðurkennt af heilbrigðisvöldum.  Rakst á þessa flottu myndir af athöfninni á www.siv.is

Sjálf hef ég notið leiðbeininga frá Önnu Birnu og mæli hiklaust með aðferðum græðara í þeim tilfellum sem þær eiga við.

p.s. Ragnar! til hamingju með daginn.


mbl.is Fyrsti græðarinn fær skráningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heilbrigðisráðherrann sést ekki fyrir í atkvæðasnöpun sinni nú rétt fyrir kosningar. Sennilega áttar hún sig engan veginn á því í hve mikla hættu hún stofnar fjölda fólks með því að gefa út leyfi á borð við þetta. Fjöldamörg dæmi eru um að fólk hafi beðið alvarlegt heilsutjón og jafnvel látist sökum þess að það treysti kuklurum fyrir heilsuleysi sínu. Kuklararnir eru líka margir hverjir ólatir við að þykjast geta læknað hættulega sjúkdóma, þótt harðbannað sé að halda slíku fram samkvæmt þessum græðaralögum.

 Siv vantar sárlega atkvæði og nóg er af fólki sem annað hvort dundar við þetta kukl eða trúir á það. Hún er því tilbúin að fórna lífi og heilsu trúgjarnra sjúklinga fyrir áframhaldandi þingsetu. Siðlaust.

En auðvitað trúir hún á þetta rugl sjálf og því kannski hægt að fyrirgefa henni á þeim forsendum að hún veit ekki hvað hún gjörir. 

Birgir Baldursson 7.5.2007 kl. 23:36

2 identicon

Heilbrigðisráðherrann sést ekki fyrir í atkvæðasnöpun sinni nú rétt fyrir kosningar. Sennilega áttar hún sig engan veginn á því í hve mikla hættu hún stofnar fjölda fólks með því að gefa út leyfi á borð við þetta. Fjöldamörg dæmi eru um að fólk hafi beðið alvarlegt heilsutjón og jafnvel látist sökum þess að það treysti kuklurum fyrir heilsuleysi sínu. Kuklararnir eru líka margir hverjir ólatir við að þykjast geta læknað hættulega sjúkdóma, þótt harðbannað sé að halda slíku fram samkvæmt þessum græðaralögum.

 Siv vantar sárlega atkvæði og nóg er af fólki sem annað hvort dundar við þetta kukl eða trúir á það. Hún er því tilbúin að fórna lífi og heilsu trúgjarnra sjúklinga fyrir áframhaldandi þingsetu. Siðlaust.

En auðvitað trúir hún á þetta rugl sjálf og því kannski hægt að fyrirgefa henni á þeim forsendum að hún veit ekki hvað hún gjörir. 

Birgir Baldursson 7.5.2007 kl. 23:53

3 identicon

og hvað? Ekki orð um kosningaósigur þinna manna. Þú getur víst ekki óskað þeim til hamingu eins og hómópatanum.

Á svo að hanga á valdinu þrátt fyrir ósigurinn, eða reyna komast í vinstri stjón hver er þín skoðun? koma svo Svava tjá sig!!!

hugrun 14.5.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband